Vilhjálmur Árnason og spillingin

Mikið eigum við gott að hafa karl eins og Vilhjálm Á. sem stendir upp og þorir að segja sannleikann á einfaldan hátt, gott viðtal við hann á Rás 1 á þriðjudagsmorguninn og stutt viðtal í DV í dag hér http://www.dv.is/frettir/2010/4/15/vilhjalmur-arnason-thad-thyrmdi-yfir-mig/ 

Þessi ummæli sem hann hefur eftir einum Landsbankamanni sem virðist ekki hafa tekið þátt í sukkinu: „Hann er að tala um flottræfilsháttinn hjá bankamönnunum og hvernig þeir keyptu sér húsnæði á dýrasta stað í einhverri rándýrri, erlendri borg út af einhverju útsýni sem þar var. Svo vantaði eitthvað fólk barnapíu og þá var flogið eftir henni í einkaþotu. Þetta er svona dæmi um algjöra peningasóun. Það var alveg ótrúlegt mat á því hvað menn gerðu við peningana sína,“ segir Vilhjálmur.

Daginn áður sagði Bjarni B. að stefna flokks síns væri svo heilög að hún hefði ekki brugðist, auðvitað væri það fólkið!!!!! Sem fór yfir öll mörk.  Þetta minnir á yfirlýsingar ýmissa sem studdu kerfið í Austur-Evrópu forðum það var aldrei hugmyndirnar sem voru rangar bara fólkið!!!  JÁ, ef það er svo, þá verður að finna annað fólk í stjórn þessa flokks, ekki hafa þetta fólk áfram sem brást, eins og Bjarni B. með stjórn á fyrirtækjum sínum, með þátttöku í sukkinu, með skrýtnum vinnubrögðum.  Eins og Þorgerður Katrín sem leit líkleg aldrei yfir öxl eiginmanns sína og sagði: Þetta eigum við ekki að gera, og sló á fingur hans!  Eins og Tryggvi Þór með öllum aðgerðum sínum, sem prófessor, bankastjóri og þingmaður. 

Já, við getum samt huggað okkur við að það er stór hópur af fólki í ýmsum stofnunum og vinnustöðum hér á landi sem eru ágætlega heiðarlegt og getur tekið yfir af spilltu elítunni sem er búin að fyrirgera rétti sínum að stjórna.

Það eru ekki allir spilltir. Sem betur fer.

Gos og aska: Fornir fjendur

Já, nú má segja að harðni í ári, aska farin að falla í Skaftafellssýslu og kannski á Austurlandi á morgun og flóðbylgjurnar eru ekki allar búnar.  Ekki er hægt að líkja aðstöðu okkar við líf forfeðra okkar.  En manni verður hugsa til búfjár og jafnvel mannfólks líka.  Vonandi að þetta verði ekki langvinnt, við þurfum að koma svo mörgu í gang aftur í þessu hrunaveldi.  En auðvitað vill maður að þetta hætti sem fyrst.  En það verða ekki við sem ráðum því. Og umhverfið okkar er viðkvæmt, ekki má mikið út af bera svo allar flugsamgöngur hætti. 

Maður óskar bara öllum landsmönnum góðs gengis og lítils skaða. Það er það eina sem maður getur.

BB.ÞKG.TÞH.: Hvenær ætla þau að víkja?

Ég segi ekkert að þau hafi brotið landslög, ég veit það ekki, en sem ansi mikið vafasamir þátttakendur í hrunadansinum  þá eiga þau að víkja. 

Annað er siðferðilega óásættanlegt.  Þau geta farið í streitufrí til Kanarí með forsetanum eftir á. Geta fengið þota lánaða hjá einhverjum vini sínum.  Þegar þau hafa lokið leik sínum.

Fari þau vel. 

Skýrslan: Farsi og brandarar á tímum hruns

Á hverju degi eru nýjar sögur, skemmtilegar innan gæsalappa, sem sýna gjaldþrot siðferðis í þessu samfélagi. 

Eitthvað sem fær mann til að hlæja, brosa, glotta en samt svíða og gráta innanborðs.

Í dag er það sagna um Seðlabankastórann sem tók í leyfisleysi upp samtal við Seðlabankastjóra Bretlands og spilaði það fyrir ríkisstjórnina til að sýna fram á að honum hugnist það sem Davíð sé að gera. Ég sé ríkisstjórnina sitja í kringum spilara og Davíð æstan og óðan eins og þessa daga.  Skipti engu máli hvort hann væri að brjóta reglur og fara út yfir velsæmismörk.

Svo eru það Baldur G. og Ingimundur F. sem blása af neyðaræfingu Norðurlandanna í sambandi við hrun, Íslendingar þurftu ekki á slíku að halda.  Og skýringin?   Jú, þá gætu aðrir fengið að vita eitthvað.  Ætli einhver í Landsbankanum hafi hvíslað þessu að Baldri?  Þegar allir vissu innst inni að þetta var búið spil.

Svo er það Seðlabankinn sem var að kafna í Veðpappírum og því var það óþarfi að nota slíkt að mati Sturlu Pálssonar eins stjórnenda bankans. Það hefur ekki verið amalegt að hafa þennan mann innanborðs, samanborið þessi frétt: 

Tengsl Milestone og Seðlabankans

Nokkuð var gert úr því á dögunum að nafn Sigurðar Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands, hafi verið á 110 manna lista yfir þá sem flugu í einkaþotu Glitnis og Milestone og DV birti á dögunum.Sigurður Sturla hefur verið meðal hæst settu starfsmanna Seðlabankans um árabil, var meðal annars formaður íslensku sendinefndarinnar sem fór til Moskvu í fyrra vegna viðræðna um risalán sem svo varð aldrei neitt úr.

Á það var m.a. bent að þetta gæti hafa brotið í bága við siðareglur Seðlabankans sem banna viðtöku hverskyns gjafa frá viðskiptavinum, en Sigurður Sturla hefur á hinn bóginn sagt að hér hafi engin viðskipti verið um að ræða, heldur séu hann og Steingrímur Wernersson í Milestone einkavinir og þeir eyði miklum frítíma saman.

Á kaffistofunni rifjaðist upp af þessu tilefni, að viðskipti blandast engu að síður inn í hinn mikla vinskap þeirra Steingríms Wernerssonar og Sigurðar Sturlu Pálssonar. Þeir eiga nefnilega saman einkahlutafélagið Winterhouse, sem stofnað var í mars 2008, og þar er Steingrímur stjórnarformaður og prókúruhafi…

Svo var það lesandi Die Welt þýska blaðsins sem skrifaði inn hvort Íslendingar gætu ekki komið og gert svona skýrslu í Þýskalandi.  Auðsjáanlegt var að þar var ýmislegt rotten að mati bréfritara.

Skýrslan: Merkileg andsvör Ingibjargar S. og Davíðs O.

Merkilegt að glugga í andsvörum þeirra Ingibjargar og Davíðs.  Sýnir líka muninn á þessum tveim einstaklingum.  Fimmtíu og eitthvað síður hjá Davíð af skítkasti og lítið um varnir. Allt annar handleggur hjá Ingibjörgu, vel unnið varnarplagg, hún sannfærir mann ekki alltaf um aðgerðir sínar,  en oft tekst henni það.  Auk þess sem viðaukar hennar sem margir hverjir eru handskrifaðir og maður sér hennar áherslur á þessum fundum sem hún vísar til og svarar fyrir og eiga eftir að vekja gleði sagnfræðinga.  Hérna er skýrslan: http://rna.althingi.is/   Hér eru athugasemdir þeirra: http://rna.althingi.is/athugasemdir.htm  Ingibjörgu tekst þó ekki að sannfæra neinn um yfirgengilegt skeitingarleysi gagnvart viskiptaráðherra sínum það er hennar stóri akkillesarhæll, auk þess sem þegar kemur fram á vor 2008 af hverju heimtaði Samfylkingin ekki aðgerðir strax?  Davíð afturámóti þarf við hvert fótmál að setja ofan í við nefndina fyrir störf hennar og áherslur sem ég hélt að ALþingi hefði sett.  Ég tek hérna handahófskennt dæmi af blaðsíðu 16.

Áður en vikið verður að einstökum tölusettum köflum í bréfi nefndarinnar, sem formaður hennar

afhenti mér óvænt að kvöldi 8. febrúar s.l., verður ekki komist hjá því að gera alvarlegar

athugasemdir við tilgreindar forsendur þess, sem nefndin kveðst vera með til athugunar hvort

flokka megi undir mistök eða vanrækslu mína og þá væntanlega félaga minna í bankastjórn

Seðlabanka Íslands, en eins og kunnugt er ræður þar afl atkvæða öllum ákvörðunum og hver

bankastjóranna þriggja hefur aðeins eitt atkvæði. Í mörgum af þeim tilfellum, sem sögð eru vera

„til athugunar“, er með orðalagi og rökstuðningi óbeint gefið til kynna að nefndinni sé ekki ljós

lagaleg staða Seðlabanka Íslands annars vegar og Fjármálaeftirlitsins hins vegar, og að nefndin

sé að athuga hvort bankastjórninni kunni að hafa orðið alvarlega á varðandi atriði, sem

ágreiningur ætti ekki að vera uppi um við kunnáttumenn að voru hreint ekki á valdsviði hennar.

Þegar hins vegar leikmenn kunna að lesa spurningar eða athugasemdir nefndarinnar síðar meir,

eiga þeir á hættu að fá þá mynd, að Seðlabankanum hafi verið ætlað allt annað og meira

eftirlitshlutverk en lög mæltu í raun fyrir um og hafi enn haft vald sem löggjafinn hafði þó

beinlínis fært frá honum með skýrum og afgerandi hætti. Þessar lagaforsendur hef ég þegar

reifað og hlýt að nefna víða í athugasemdum mínum, því þessi ótrúverðuga og ómálefnalega

framsetning gerir andmælanda iðulega mjög örðugt að svara einstökum atriðum. Megin hlutverk

nefndarinnar er að leita sannleikans. Vera má að nefndin finni hann ekki allan, en hún þarf að

leita hans fordómalaust og án fyrirfram gefinnar niðurstöðu.Og það gengur einnig þvert á

lagafyrirmæli ef nefndin sjálf afbakar sannleikann, fyrir gáleysi eða mistök. Virðist nefndin

þannig alls ekki hafa hliðsjón af hinni almennu lögmætisreglu, sem kveður á um (í tilfelli

Seðlabankans) að bankinn, og þar með bankastjórnin, hvorki á né má fara út fyrir valdsvið sitt

að lögum, og vísast um það til umfjöllunar í síðasta kafla. Þær ábendingar umboðsmanns

Alþingis um lögmætisreglu og nauðsyn þess að hvert stjórnvald virði til fulls mærin við annað,

sem þar voru raktar, eru réttar og í samræmi við vandaða stjórnsýslu. Seðlabanka Íslands bar

sérstaklega að gæta þess að halda sig örugglega innan valdheimilda sinna og þá einnig gagnvart

öðrum stofnunum á sama sviði, ekki síst Fjármálaeftirlitinu. Þetta verða menn að hafa í huga

þegar horft er til baka.

Þarna talar maður sem veit um flest meira en nefndarmenn Rannsóknarnefndarinnar.  Og það vitum við öll sem höfum fylgst með ferli Davíðs Oddssonar.

Ingibjörg Sólrún og ábyrgðin: Hvurs er sektin?

Hvort er sekara? Hún eða Björgvin?   Össur virðist vera orðinn þreyttur á mágkonu sinni og flótta hennar frá veruleikanum.

Hún sem ber enga ábyrgð af því að hún var ekki fjármálráðherra, forsætisráðherra eða viðskiptamálaráðherra.

Samt sat hún nær alla mikilvæga fundi, boðaði ekki Björgvin né lét hann vita, skilaði ekki upplýsingum í ráðherrahóp Samfylkingarinnar. 

Notfærir sér það að ungur ráðherra er að stíga sín fyrstu spor innan um hákarlana, þótt hann hafi haft ábyrgðina í sínum  höndum sem ráðherra þessa málaflokks.

Því á Ingibjörg Sólrún að stíga fram og segja: Ég er sek, ég bar ábyrgðina. Og stíga fram fyrir Landsdóm.

Hún á að segja: Ég bar ábyrgðina, ekki Björgvin.

Það væri í anda nýs og betra siðferðis. 

Geir H. og ábyrgðin: Skipið átti að sökkva.

Geir: Bönkunum var ekki bjargað eftir árið 2006. Það var ómögulegt árið 2008.

Ergó ríkisstjórninn bar ekki að gera neitt? Eða:  Ergó við gátum ekki neitt gert.  Eða:  Ergó við þurftum ekki að gera neitt.  Ergó við áttum að bíða eftir að skipið sykki. 

Það er ekki hægt að segja að Geir H. sé hetja. Ó nei.  Samt hefur maður alltaf ákveðna samúð með honum, sem manneskju, sama er með Björgvin S., Ingibjörgu sem maður hefði ekki viljað setja í þennan flokk en sagan ákvað það.  Hverjum datt í hug að kjós Björgvin sem formann þingflokks?   Eftir afsögnina og forsöguna? 

Maður má ekki rugla saman manneskjunni og stjórnmálamanninum.  Þetta fólk brást okkur á örlagastund.  Því á það að hverfa af stjórnmálavellinum. Eins og fégræðgisöflin af fjármálavellinum. Og embættismenn úr ráðuneytunum og stofnunum.

Svo er spurningin sem við verðum að svara.  Hvað svo????  

Geir: Bönkunum var ekki bjargað eftir árið 2006. Það var ómögulegt árið 2008

Geir: Bönkunum var ekki bjargað eftir árið 2006. Það var ómögulegt árið 2008

Skýrslan: Gleði og sorg yfir öflugri vinnu.

Gríðarlega öflug skýrsla og starf Rannsóknarnefndar.

Ég byrjaði í morgun að horfa á þetta með hálfum huga.  En strax í upplestri Sigríðar Benediktsdóttur sá maður að þarna voru alvöru vinnubrögð á ferðinni.  Síðan kom niðursall Páls Hreinssonar á stjórnmála og embættismannakerfinu. Svo kom siðferðið og siðfræðin og heimspekin hjá Vilhjálmi og Salvöru. 

Við hljótum öll að gleðjast svona á sorglegan hátt yfir því að hægt var að vinna svona á Íslandi.    En um leið að syrgja vinnubrögð heils fjármála- stjórn- og stjórnmálakerfis.  Þar sem afneitun og sjálfsblekkingar tóku völdin. 

Í framhaldi af þessu eru margir spurningar, um Landsdóm, um ákærur á hendur fjölda manns frá Sérstökum saksóknara, maður sér hvernig spillingarkæruleysið hefur teygt út angana, inn á Alþingi, inn á fjölmiðla.  Hversu margar afneitanir voru þarna á ferð sem við munum eftir.  Jafnvel hjá þeim sem sluppu við dóm Rannsóknarnefndar. 

En um leið er ég stoltur fyrir hönd Rannsóknarnefndarinnar, þvílík vinna, þrátt fyrir allan þrýstinginn, allt umtalið. 

Sorgardagur, Dómsdagur: Ó, þú skrínlagða heimska

Verður þetta dagurinn þegar við ákveðum að gera upp við okkur að arka fram veginn? Að hætta að horfa til baka.  Að ákveða að tóra hérna?

Ég efast um það. 

Var að hlusta á Dómsdagræðu Sigríðar Benediktsdóttur um Bankakerfið.  Óhugnanlegt.  Hlusta á viðbrögð stjórnmála og embættiskerfis hjá Páli Hreinssyni.  Táradalur.  Siðferði í ræðu Vilhjálms Árnasonar og Salvarar Nordal, smánarlegt.

Allt verra en maður hafði ímyndað sér, samt er ég nokkuð vel að mér núna í þessum fræðum.  Eftir tveggja ára lærdóm.  En eitt sýnir þetta sem ég held að við verðum að hafa í huga ef við ætlum að lifa hérna áhrif.  Við verðum að hafa traust og tiltrú annarra ríkja, stofnana og fyrirtækja.  Það eru svo margir sem neita því ennþá í Icesavemálinu. Margir eiga eftir að hlæja og vísa þessu á bug.  Ekki benda á mig, minn maður er saklaus, mitt fólk.

Landsýn 26.5.1954           

Ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá,

Mitt þróttleysi og viðnám í senn.

Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá,

Hún vakir og lifir þó enn. 

Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán,

Og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð.

Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán,

 Mín skömm og mín tár og mitt blóð.

Steinn Steinarr

Glæpurinn: Skýrslan á morgun

Var að horfa á Glæpinn í sjónvarpinu.  Mikið geta Danir gert pólitík spennandi, og utanríkismál líka.  Gaman ef menn gætu gert þetta hjá okkur.  Kvikmyndin Rannsóknarnefndin:  Aðdragandi, nefndin, yfirheyrslur og viðbrögð.  Þvílík dramatík, Arnaldur skrifar auðvitað handritið og Ævar Örn samtölin með hjálp Megasar. 

En ég var að velta fyrir mér einu, hugurinn verður svo frjór af góðum glæpaþáttum,  nú notar Steingrímur tækifærið á meðan allir eru að hugsa um Skýrsluna og sendir Svavar aftur út og hann semur án þess að nokkur viti það.  Svo vakna menna af Skýrsluumræðunni og þá er búið að semja um Icesave.  Og allir verða glaðir.  Geta snúið sér að ESB aðild og glæpamálum hrunsins.  Þessi glæpamál víkinganna.  Svo kemur myndin Caymaneyjaför Sérsveitanna undir stjórn Haralds J. og Björns B, Leiðangurinn.  Ekki slæmt að hafa Steimgrím Ara með í samninga og yfirheyrslur.

Já, og hafið þið heyrt það.  Skýrslan í fyrramálið.  Hvað var það 10.20 ?   Þegar tölvukerfið springur?????  

Og hafið þið heyrt um þann sem skrifar fuglahvíslar og heitir örugglega Hólmsteinn að miðnafni og heldur að hann hafi ekki Davíð á heilanum.  Ég gæti líka ímynda mér af hverju hann hefur það en það er samt ótrúlegt. 

Með Davíð á heilanum http://www.amx.is/fuglahvisl/14563/