Á hverju degi eru nýjar sögur, skemmtilegar innan gæsalappa, sem sýna gjaldþrot siðferðis í þessu samfélagi.
Eitthvað sem fær mann til að hlæja, brosa, glotta en samt svíða og gráta innanborðs.
Í dag er það sagna um Seðlabankastórann sem tók í leyfisleysi upp samtal við Seðlabankastjóra Bretlands og spilaði það fyrir ríkisstjórnina til að sýna fram […]
Merkilegt að glugga í andsvörum þeirra Ingibjargar og Davíðs. Sýnir líka muninn á þessum tveim einstaklingum. Fimmtíu og eitthvað síður hjá Davíð af skítkasti og lítið um varnir. Allt annar handleggur hjá Ingibjörgu, vel unnið varnarplagg, hún sannfærir mann ekki alltaf um aðgerðir sínar, en oft tekst henni það. Auk þess sem viðaukar hennar sem […]
Hvort er sekara? Hún eða Björgvin? Össur virðist vera orðinn þreyttur á mágkonu sinni og flótta hennar frá veruleikanum.
Hún sem ber enga ábyrgð af því að hún var ekki fjármálráðherra, forsætisráðherra eða viðskiptamálaráðherra.
Samt sat hún nær alla mikilvæga fundi, boðaði ekki Björgvin né lét hann vita, skilaði ekki upplýsingum í ráðherrahóp Samfylkingarinnar.
Notfærir sér […]
Geir: Bönkunum var ekki bjargað eftir árið 2006. Það var ómögulegt árið 2008.
Ergó ríkisstjórninn bar ekki að gera neitt? Eða: Ergó við gátum ekki neitt gert. Eða: Ergó við þurftum ekki að gera neitt. Ergó við áttum að bíða eftir að skipið sykki.
Það er ekki hægt að segja að Geir H. sé hetja. Ó nei. […]
Gríðarlega öflug skýrsla og starf Rannsóknarnefndar.
Ég byrjaði í morgun að horfa á þetta með hálfum huga. En strax í upplestri Sigríðar Benediktsdóttur sá maður að þarna voru alvöru vinnubrögð á ferðinni. Síðan kom niðursall Páls Hreinssonar á stjórnmála og embættismannakerfinu. Svo kom siðferðið og siðfræðin og heimspekin hjá Vilhjálmi og Salvöru.
Við hljótum öll að […]
Var að horfa á Glæpinn í sjónvarpinu. Mikið geta Danir gert pólitík spennandi, og utanríkismál líka. Gaman ef menn gætu gert þetta hjá okkur. Kvikmyndin Rannsóknarnefndin: Aðdragandi, nefndin, yfirheyrslur og viðbrögð. Þvílík dramatík, Arnaldur skrifar auðvitað handritið og Ævar Örn samtölin með hjálp Megasar.
En ég var að velta fyrir mér einu, hugurinn verður svo […]
Hinn geðþekki stjórnmálamaður Sigurjón Kjartansson fulltrúi bestaflokksins hleypti smá lífi í daufar umræður í Silfrinu.
Besti flokkurinn ætlar að hygla vinum sínum í borginni. Á samt enga siðlausa vini.
Hann þorði að segja sannleikann. Það eru ekki margir sem þora því nú til dags. Helst Dorritt. Auðvitað eru það allir sem hygla vinum sínum. Töku dæmi: Auðvitað […]
Íslenskir fjölmiðlar eiga bágt.
Hvernig eiga þeir að bregðast við á hverjum degi öllu því sem gerist og þarf að fjalla um?
Í augnablikinu sýnist mér það vera litli bróðir eða systir sem geri það best, þá á ég við DV.
Hann fjallar um glæpamennina i kringum okkur sem eru svo margir og ennþá eru […]
Einu sinni var karl. Hann átti erfitt, margir voru vondir við hann, kenndu honum um allt sem illa fór. Honum leið illa reyndi að skrifa um þetta í blað, á hverjum degi í margar vikur. En enginn trúði honum þótt hann áliti að hann segði bara satt. Svo hann ákvað að fara úr landi að […]
Segir fátækt minnsta hér á landi
Já, fjármálaráðherra okkar segir að fátækt sé minnst hér á landi á Norðurlöndum. Ég veit ekki hvort það sé til tölfræði um þennan samanburð sem hægt er að styðjast við sem speglar veruleika okkar í dag, apríl 2010. Ég held samt að ekki sé hægt að fjölyrða þetta. Fátækt hefur […]