Verðtryggingarpostularnir gefast ekki
Skýrsla um Verðtryggingu frá Gylfa M., aðallega kosti, svolítið um galla. Einhvern veginn hefur verðtryggingarhugmyndin skotið rótum sem fyrsta borðorðið í hugmyndafræði Hagfræðinga og Viðskiptafræðinga á Íslandi. Sem er einstakt í heiminum. Hugmynd sem heldur upp verðbólgu á Íslandi, hugmynd sem virðist alltaf vera í hag lánadrottna ekki skuldunauta eins og mín, hvernig stendur á því að á mesta samdráttartímabili okkar skuli fasteignalán mitt hækka og hækka? Það skyldi þó ekki vera eitthvert samband á milli þess og verðtryggingar?
Merkilegt hverja ráðherra fær til að búa þessa skýrslu fyrir sig. Askar Capital. Prófessor í leyfir fær ekki háskólastofnun til að útbúa hana, heldur fær fyrirtæki í eigu banka/skilanefndar og fjármálastofnana til að vinna hana. Aðaleigandi í dag er Glitnir, en ef þið eruð búin að gleyma þá var Tryggvi nokkur Þór bankastjóri þarna og þáði meira að segja laun meðan hann var aðstoðarmaður Geirs, sem auðvitað er varla hlutlaus aðili, með fasteignir sínar og fasteignalán. Og stjórnin; valinkunnir fjármálamenn og lögfræðingar. Af hverju þurfa þessir lögfræðingar að vera alls staðar, að verja útrásarvíkingana, að stjórna bönkum, að sitja á Alþingi, ég er orðinn leiður á lögfræðingum. Gestur Jónsson og Ragnar Hall sitja auðvitað í þessari stjórn. Alls staðar ómissandi, bara öfund segir einhver.
Lesið hér um Aska Capital:
Nýir eigendur og stjórn í Askar Capital
19. júní 2009
Þann 19. júní 2009 tóku nýir hluthafar við rekstri Askar Capital. Glitnir banki er stærsti hluthafinn með 53,3% hlut en Saga Capital er annar stærsti hluthafinn með 18,1% hlut. Tíu aðrir hluthafar eiga alls 29,6% hlutafjár í félaginu.
Í stjórn Askar Capital eiga sæti:
-
Heimir Haraldsson, formaður, löggiltur endurskoðandi
-
Eiríkur Jóhannsson, framkvæmdastjóri
-
Gestur Jónsson, hrl.
-
Ragnar Hall, hrl.
-
Þórólfur Jónsson, hdl.
Askar Capital hóf starfsemi í ársbyrjun 2007 með samruna Ráðgjafar og efnahagsspár, Acquila Venture Partners og Sjóvá fjármögnunar (síðar Avant). Bankinn hefur starfsleyfi sem fjárfestingarbanki samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
Askar Capital hefur ekki farið varhluta af þeim stormi sem nú gengur yfir fjármálamarkaði. Félagið tók til starfa á miklum uppgangstímum en fljótlega fór þó að halla undan fæti á mörkuðum. Á vormánuðum 2008 ákvað félagið að hörfa frá þeirri stefnu sem mörkuð hafði verið um mikla sókn. Frá þeim tíma hefur bankinn markvisst unnið að því að lækka rekstrarkostnað, viðhalda lausa- og eiginfjárstöðu ásamt því að minnka efnahagsreikning bankans. Í kjölfar hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu og bankahruns á Íslandi hefur mikið verðfall orðið á eignum bankans og seljanleiki takmarkast verulega. Sem afleiðing þessa hefur þurft að afskrifa háar fjárhæðir hjá bæði Askar Capital og dótturfélaginu Avant sem leitt hefur til eiginfjárrýrnunar og lausafjárerfiðleika.
Að lokinni fjárhagslegri endurskipulagningu er eigið fé Askar Capital um 8 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki 16%.
Er þetta fyrirtækið sem á að útbúa skýrslu um verðtryggingu sem allir geta sætt sig við????? Ég held að það sé kominn tími til að stokka upp í ríkisstjórninni.