Davíð O.: Vildi verða svona neyðarstjóri landsins !!!!

Það er ótrúlegt.  Ég hélt að þetta væri einhver vitleysa.  Að Davíð hefði ætlast til þess að hann yrði stjóri í Neyrðarstjórn.  Svo er þetta bara algjör sannleikur. 

„Þú getur ekki gert mér þetta. Ég get ekki farið þarna upp og sagt þetta við Davíð,” sagði Geir H. Haarde við Össur Skarphéðinsson eftir að sá síðarnefndi hafði þvertekið fyrir að Davíð Oddsson færi fyrir sérstakri neyðarstjórn vegna þeirra aðgerða sem grípa þyrfti til í október 2008 líkt og Geir lagði til.

Við skýrslutöku segist Össur hafa beðið strax um fundarhlé þar sem hann hafi ekki getað fallist á tillöguna. Geir hafi verið mjög stressaður.

Það er gott að hafa svona góðan sendiboða eins og Geir, Go-between, eins og Bretarnir segja, svona einn forsætisráðherra.  Það eru margar skemmtilegar frásagnir Össurar af Hruninu, ef maður getur skemmt sér yfir því.  Ég hlakka til þegar hann skrifar ævisöguna.  Vonandi sem mest á nóttunni.

Frásögn hans af Sigurjóni digra og snúðinum er strax orðin klassík í íslensku stjórnmála og efnahagslífi.  Og endasetning hans um þann atburð dásamleg.  Þá kom svona hönd með gullúri og kippti honum út.  Yndislegt málsgrein takið eftir, svona, sem breytir miklu.  Einhver sagði að skýrslan fengi bæði bókmenntaverðlaunin, í fræðibókmenntum og fagurbókmenntum.  Það eru mörg ritsnilldin í yfirheyrslunum, mörg gullkornin.  Ég sagði gullkornin.