Vilhjálmur Árnason og spillingin

Mikið eigum við gott að hafa karl eins og Vilhjálm Á. sem stendir upp og þorir að segja sannleikann á einfaldan hátt, gott viðtal við hann á Rás 1 á þriðjudagsmorguninn og stutt viðtal í DV í dag hér http://www.dv.is/frettir/2010/4/15/vilhjalmur-arnason-thad-thyrmdi-yfir-mig/ 

Þessi ummæli sem hann hefur eftir einum Landsbankamanni sem virðist ekki hafa tekið þátt í sukkinu: „Hann er að tala um flottræfilsháttinn hjá bankamönnunum og hvernig þeir keyptu sér húsnæði á dýrasta stað í einhverri rándýrri, erlendri borg út af einhverju útsýni sem þar var. Svo vantaði eitthvað fólk barnapíu og þá var flogið eftir henni í einkaþotu. Þetta er svona dæmi um algjöra peningasóun. Það var alveg ótrúlegt mat á því hvað menn gerðu við peningana sína,“ segir Vilhjálmur.

Daginn áður sagði Bjarni B. að stefna flokks síns væri svo heilög að hún hefði ekki brugðist, auðvitað væri það fólkið!!!!! Sem fór yfir öll mörk.  Þetta minnir á yfirlýsingar ýmissa sem studdu kerfið í Austur-Evrópu forðum það var aldrei hugmyndirnar sem voru rangar bara fólkið!!!  JÁ, ef það er svo, þá verður að finna annað fólk í stjórn þessa flokks, ekki hafa þetta fólk áfram sem brást, eins og Bjarni B. með stjórn á fyrirtækjum sínum, með þátttöku í sukkinu, með skrýtnum vinnubrögðum.  Eins og Þorgerður Katrín sem leit líkleg aldrei yfir öxl eiginmanns sína og sagði: Þetta eigum við ekki að gera, og sló á fingur hans!  Eins og Tryggvi Þór með öllum aðgerðum sínum, sem prófessor, bankastjóri og þingmaður. 

Já, við getum samt huggað okkur við að það er stór hópur af fólki í ýmsum stofnunum og vinnustöðum hér á landi sem eru ágætlega heiðarlegt og getur tekið yfir af spilltu elítunni sem er búin að fyrirgera rétti sínum að stjórna.

Það eru ekki allir spilltir. Sem betur fer.