Skýrslan í Borgarleikhúsinu og Faust

Kíkti inn að hlusta á brot úr skýrslunni, skrýtið, við heyrðum örbrot úr kafla um Innistæðusjóðinn fræga. Þessi litli hlut speglaði samt heildina á áþreifanlegan hátt, ótal aðvaranir og athugasemdir sem höfðu komið, samt var ekkert gert.  Jóhanna Sigurðardóttir spyr 2001 um sjóðinn og fleiri á eftir fram til 2005.  En ekkert er gert svo koma stóru útlendu sjóðirnir, samt var ekkert gert.  Alltaf sama aðgerðarleysið og kæruleysið. Er á meða en.

Í kvöld ætla ég að sjá Faust, mér sýnist hann fjalla líka um það sama, að selja sál sína djöflinum, það fer aldrei vel.

Heyrði góða sögu í dag, kunningi sem fór til Finnlands á norrænan fund, han kom degi of seint, og norrænir vinir hans spurðu auðvitað: Var það út af gosinu. Og hann Svaraði: Nei, það var verkfall flugvirkja.  Svíarnir, Danirnir, Norðmennirnir og Finnarnir horfðu á hann furðulostnir: Verkfall, er eitthvað að ykkur Íslendingum?  Hverjum öðrum dettur í hug að fara í verkfall við skilyrðin hjá ykkur í dag. Já, hverjum, spyr Ég? 

Svo er ég að hlusta á frétt að Björgvin S. hafi tekið ákvörðun um að víkja af þingi.  Þetta er rétt hjá honum. Annað var ekki hægt.  Samt er ansi ömurlegt að sjá hann þurfa að fá stærsta skellinn meðan fyrrverandi formaður hans flaggi utanríkisráðherra stimplinum í svari sínu í skýrslunni til að losna við alla ábyrgð.

Ein ummæli

 1. Gagarýnir
  15. apríl 2010 kl. 19.48 | Slóð

  Djöfullinn er goðmagn í kristninni sem er furðulegt. Mér finnst margir fyllast andakt þegar á hann er minnst en spotta Guð sjálfan. Ákalla þann síðarnefnda samt þegar í flest skjól er fokið. Þetta er tvískinnnungurinn í raunhyggju samtímans. Meðan allt er í lagi heldur hún. Við þurfum ekki goðsögur,
  Annað kemur á daginn. Þetta er allt djöflinum að kenna, ekki mér. Hann tældi mig bersaklausan manninn upp í einkaþotur og kampavín.
  Þetta er allt í Jobsbók, sem ku vera elsta rit biblíunnar. Höfuðpersónur eru maðurinn, Guð og sá sem sem efast um allt plottið.
  Doktor Faustus fer einmitt að efast um það. Djöfullinn er valdalaus áður en það gerist. Merkilegt og vandmeðfarið er vald mannsins.
  Ég lofa þér því að fæstir kjósendur Sjálfstæðisflokksins vita hvað ég er að fara.