Skýrslan: Farsi og brandarar á tímum hruns

Á hverju degi eru nýjar sögur, skemmtilegar innan gæsalappa, sem sýna gjaldþrot siðferðis í þessu samfélagi. 

Eitthvað sem fær mann til að hlæja, brosa, glotta en samt svíða og gráta innanborðs.

Í dag er það sagna um Seðlabankastórann sem tók í leyfisleysi upp samtal við Seðlabankastjóra Bretlands og spilaði það fyrir ríkisstjórnina til að sýna fram á að honum hugnist það sem Davíð sé að gera. Ég sé ríkisstjórnina sitja í kringum spilara og Davíð æstan og óðan eins og þessa daga.  Skipti engu máli hvort hann væri að brjóta reglur og fara út yfir velsæmismörk.

Svo eru það Baldur G. og Ingimundur F. sem blása af neyðaræfingu Norðurlandanna í sambandi við hrun, Íslendingar þurftu ekki á slíku að halda.  Og skýringin?   Jú, þá gætu aðrir fengið að vita eitthvað.  Ætli einhver í Landsbankanum hafi hvíslað þessu að Baldri?  Þegar allir vissu innst inni að þetta var búið spil.

Svo er það Seðlabankinn sem var að kafna í Veðpappírum og því var það óþarfi að nota slíkt að mati Sturlu Pálssonar eins stjórnenda bankans. Það hefur ekki verið amalegt að hafa þennan mann innanborðs, samanborið þessi frétt: 

Tengsl Milestone og Seðlabankans

Nokkuð var gert úr því á dögunum að nafn Sigurðar Sturlu Pálssonar, framkvæmdastjóra alþjóða- og markaðssviðs Seðlabanka Íslands, hafi verið á 110 manna lista yfir þá sem flugu í einkaþotu Glitnis og Milestone og DV birti á dögunum.Sigurður Sturla hefur verið meðal hæst settu starfsmanna Seðlabankans um árabil, var meðal annars formaður íslensku sendinefndarinnar sem fór til Moskvu í fyrra vegna viðræðna um risalán sem svo varð aldrei neitt úr.

Á það var m.a. bent að þetta gæti hafa brotið í bága við siðareglur Seðlabankans sem banna viðtöku hverskyns gjafa frá viðskiptavinum, en Sigurður Sturla hefur á hinn bóginn sagt að hér hafi engin viðskipti verið um að ræða, heldur séu hann og Steingrímur Wernersson í Milestone einkavinir og þeir eyði miklum frítíma saman.

Á kaffistofunni rifjaðist upp af þessu tilefni, að viðskipti blandast engu að síður inn í hinn mikla vinskap þeirra Steingríms Wernerssonar og Sigurðar Sturlu Pálssonar. Þeir eiga nefnilega saman einkahlutafélagið Winterhouse, sem stofnað var í mars 2008, og þar er Steingrímur stjórnarformaður og prókúruhafi…

Svo var það lesandi Die Welt þýska blaðsins sem skrifaði inn hvort Íslendingar gætu ekki komið og gert svona skýrslu í Þýskalandi.  Auðsjáanlegt var að þar var ýmislegt rotten að mati bréfritara.