Gos og aska: Fornir fjendur

Já, nú má segja að harðni í ári, aska farin að falla í Skaftafellssýslu og kannski á Austurlandi á morgun og flóðbylgjurnar eru ekki allar búnar.  Ekki er hægt að líkja aðstöðu okkar við líf forfeðra okkar.  En manni verður hugsa til búfjár og jafnvel mannfólks líka.  Vonandi að þetta verði ekki langvinnt, við þurfum að koma svo mörgu í gang aftur í þessu hrunaveldi.  En auðvitað vill maður að þetta hætti sem fyrst.  En það verða ekki við sem ráðum því. Og umhverfið okkar er viðkvæmt, ekki má mikið út af bera svo allar flugsamgöngur hætti. 

Maður óskar bara öllum landsmönnum góðs gengis og lítils skaða. Það er það eina sem maður getur.