Hvort er sekara? Hún eða Björgvin? Össur virðist vera orðinn þreyttur á mágkonu sinni og flótta hennar frá veruleikanum.
Hún sem ber enga ábyrgð af því að hún var ekki fjármálráðherra, forsætisráðherra eða viðskiptamálaráðherra.
Samt sat hún nær alla mikilvæga fundi, boðaði ekki Björgvin né lét hann vita, skilaði ekki upplýsingum í ráðherrahóp Samfylkingarinnar.
Notfærir sér það að ungur ráðherra er að stíga sín fyrstu spor innan um hákarlana, þótt hann hafi haft ábyrgðina í sínum höndum sem ráðherra þessa málaflokks.
Því á Ingibjörg Sólrún að stíga fram og segja: Ég er sek, ég bar ábyrgðina. Og stíga fram fyrir Landsdóm.
Hún á að segja: Ég bar ábyrgðina, ekki Björgvin.
Það væri í anda nýs og betra siðferðis.
Ein ummæli
Enn gott að þú ert kominn ‘´’aftur….kæri bró
Fæ alltaf innri frið er ég les bloggið þitt..
amen
kær kv til allra frá Tx
Oddný sys