Geir H. og ábyrgðin: Skipið átti að sökkva.

Geir: Bönkunum var ekki bjargað eftir árið 2006. Það var ómögulegt árið 2008.

Ergó ríkisstjórninn bar ekki að gera neitt? Eða:  Ergó við gátum ekki neitt gert.  Eða:  Ergó við þurftum ekki að gera neitt.  Ergó við áttum að bíða eftir að skipið sykki. 

Það er ekki hægt að segja að Geir H. sé hetja. Ó nei.  Samt hefur maður alltaf ákveðna samúð með honum, sem manneskju, sama er með Björgvin S., Ingibjörgu sem maður hefði ekki viljað setja í þennan flokk en sagan ákvað það.  Hverjum datt í hug að kjós Björgvin sem formann þingflokks?   Eftir afsögnina og forsöguna? 

Maður má ekki rugla saman manneskjunni og stjórnmálamanninum.  Þetta fólk brást okkur á örlagastund.  Því á það að hverfa af stjórnmálavellinum. Eins og fégræðgisöflin af fjármálavellinum. Og embættismenn úr ráðuneytunum og stofnunum.

Svo er spurningin sem við verðum að svara.  Hvað svo????  

Geir: Bönkunum var ekki bjargað eftir árið 2006. Það var ómögulegt árið 2008

Geir: Bönkunum var ekki bjargað eftir árið 2006. Það var ómögulegt árið 2008

Ein ummæli

  1. 13. apríl 2010 kl. 15.12 | Slóð

    Þetta er einn útópískur ,,sandkassaleikur,, sem gæti útlagst þannig að foreldrar eiga börn að leik í sandkassa .. svo taka börnin uppá því að lemja og úthrópa hvert annað .. og foreldrar skipta sér ekki af því .. og bera að sjálfsögðu ekki ábyrgð á sínum ,,börnum þ.e.bönkum,, að eiginn sögn. Þannig að þegar börn eru friðsöm þá gangst foreldrar við þeim .. enn um leið og þau lemja og úthrópa hvert annað þá bera þau sem óvitar alla ábyrgð á sér sjálf .. samkvæmt því er foreldrar segja.