Sorgardagur, Dómsdagur: Ó, þú skrínlagða heimska

Verður þetta dagurinn þegar við ákveðum að gera upp við okkur að arka fram veginn? Að hætta að horfa til baka.  Að ákveða að tóra hérna?

Ég efast um það. 

Var að hlusta á Dómsdagræðu Sigríðar Benediktsdóttur um Bankakerfið.  Óhugnanlegt.  Hlusta á viðbrögð stjórnmála og embættiskerfis hjá Páli Hreinssyni.  Táradalur.  Siðferði í ræðu Vilhjálms Árnasonar og Salvarar Nordal, smánarlegt.

Allt verra en maður hafði ímyndað sér, samt er ég nokkuð vel að mér núna í þessum fræðum.  Eftir tveggja ára lærdóm.  En eitt sýnir þetta sem ég held að við verðum að hafa í huga ef við ætlum að lifa hérna áhrif.  Við verðum að hafa traust og tiltrú annarra ríkja, stofnana og fyrirtækja.  Það eru svo margir sem neita því ennþá í Icesavemálinu. Margir eiga eftir að hlæja og vísa þessu á bug.  Ekki benda á mig, minn maður er saklaus, mitt fólk.

Landsýn 26.5.1954           

Ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá,

Mitt þróttleysi og viðnám í senn.

Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá,

Hún vakir og lifir þó enn. 

Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán,

Og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð.

Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán,

 Mín skömm og mín tár og mitt blóð.

Steinn Steinarr