Skýrslan: Gleði og sorg yfir öflugri vinnu.

Gríðarlega öflug skýrsla og starf Rannsóknarnefndar.

Ég byrjaði í morgun að horfa á þetta með hálfum huga.  En strax í upplestri Sigríðar Benediktsdóttur sá maður að þarna voru alvöru vinnubrögð á ferðinni.  Síðan kom niðursall Páls Hreinssonar á stjórnmála og embættismannakerfinu. Svo kom siðferðið og siðfræðin og heimspekin hjá Vilhjálmi og Salvöru. 

Við hljótum öll að gleðjast svona á sorglegan hátt yfir því að hægt var að vinna svona á Íslandi.    En um leið að syrgja vinnubrögð heils fjármála- stjórn- og stjórnmálakerfis.  Þar sem afneitun og sjálfsblekkingar tóku völdin. 

Í framhaldi af þessu eru margir spurningar, um Landsdóm, um ákærur á hendur fjölda manns frá Sérstökum saksóknara, maður sér hvernig spillingarkæruleysið hefur teygt út angana, inn á Alþingi, inn á fjölmiðla.  Hversu margar afneitanir voru þarna á ferð sem við munum eftir.  Jafnvel hjá þeim sem sluppu við dóm Rannsóknarnefndar. 

En um leið er ég stoltur fyrir hönd Rannsóknarnefndarinnar, þvílík vinna, þrátt fyrir allan þrýstinginn, allt umtalið. 

Ein ummæli

  1. Gagarýnir
    12. apríl 2010 kl. 19.49 | Slóð

    Heill og sæll á miklu flottari síðu.
    Þungum steini var af mér létt í dag, einhverjir með viti fá að valsa hér um.
    En nú reynir á okkar kjörnu fulltrúa að fylgja þessu eftir. Annar þungur steinn á mig. Bara þyngri.