Bestiflokkurinn: Get ég treyst þeim????

Hinn geðþekki stjórnmálamaður Sigurjón Kjartansson fulltrúi bestaflokksins hleypti smá lífi í daufar umræður í Silfrinu.

Besti flokkurinn ætlar að hygla vinum sínum í borginni. Á samt enga siðlausa vini.

Hann þorði að segja sannleikann. Það eru ekki margir sem þora því nú til dags.  Helst Dorritt.   Auðvitað eru það allir sem hygla vinum sínum. Töku dæmi: Auðvitað ræður Álfheiður I. vinkonu sína Guðrúnu Á. í Ríkisspítalanefndina. Enda afskaplega dugleg og hæfileikarík kona.  Auðvitað ræður Steingrímur strákana sína í stöðurnar í hans ráðuneyti og Katrín í sínu.  Auðvitað ræður Árni Páll vini sína úr útrásarliðinu til sín.  Og Össur?  Á hann nokkra vini, nema Ögmund?

Það verður meira líf á borgarstjórnarfundum næstu árin.  Þó er ég efins að ég kjósi þá. 

Jón (G)narr lofaði því að drepa allar kindur og grilla þegar Ísbjörninn kemur í Húsdýragarðinn.  Ég kýs ekki dýraníðinga.  Og við höfum ekki fengið að taka afstöðu til þessa máls hérna í Laurdalshverfinu.  En ef þeir breyta um afstöðu kemur það til greina að ég kjósi þá. 

Annars kýs ég Ólaf F.  Það geislar traust af þeim manni, hann gerir ekkert rangt. En Jón Gnarr og kó geta breytt stefnu sinni í dýramálunum. Ég vil heldur ekkif froska á Tjörnina en allt í lagi í Laugardalinn.