Sagan af karlinum sem lét sig hverfa úr landi

Einu sinni var karl.  Hann átti erfitt, margir voru vondir við hann, kenndu honum um allt sem illa fór.  Honum leið illa reyndi að skrifa um þetta í blað, á hverjum degi í margar vikur.  En enginn trúði honum þótt hann áliti að hann segði bara satt.  Svo hann ákvað að fara úr landi að láta sig hverfa úr landi. Hann bara hvarf.  Enginn veit hvert hann fór.  Margar sögur eru um það hvert hann fór.  Hann sást á mörgum stöðum.  Víða um heim.  Sást með Lady Gaga, með Riannha, með frægum leikurum, alræmdum listamönnum.  Jafnvel með Hannesi H. eða Carlos.

En hann kom aldrei aftur.  Hann bara hvarf. Dulúð huldi ímynd hans.  Einn og einn sást klæðast bol með mynd af honum.  Lifi X.  Þar sem hárið liðast um í allar átti og hylur alla jörð.  En hann kom aldrei aftur.  Marga dreymir um endurkomu hans.  Margir reyna að fela nafn hans.  Nafn hans er hrópað á útifundum.  Lifi X.  Aðrir láta tattúa nafn hans á ólíklegustu staði. 

Ef þú rekst á hann lesandi góður, þá læturðu okkur vita.   

Ein ummæli

  1. 11. apríl 2010 kl. 0.34 | Slóð

    Vonandi finnur karlinn jafnviðhlæjandi vitleysingahjörð og hló viðstöðulaust, við hvern fimmaurabrandara sem karlinn kastaði af sér, í höllinni á Íslandi.
    Megi hann setjast þar að,