Fjármálaráðherra á villigötum

Segir fátækt minnsta hér á landi

Já, fjármálaráðherra okkar segir að fátækt sé minnst hér á landi á Norðurlöndum.  Ég veit ekki hvort það sé til tölfræði um þennan samanburð sem hægt er að styðjast við sem speglar veruleika okkar í dag, apríl 2010.  Ég held samt að ekki sé hægt að fjölyrða þetta. Fátækt hefur alltaf verið til hjá okkur, en oft verið ansi vel falin. 

Við vitum samt að lífskjör á tæpum tveim árum frá hruninu hafa minnkað um einhvers staðar á milli 10 og 20% að meðaltali. Það vitum við sem kaupum inn til heimilishalds, ætli ráðherrarnir gefi sér tíma til þess?  Hækkanir á verðlagi eru ansi áþreifanlegar.   Við minnumst líka útreikninga Stefáns Ólafssonar um þróun lífskjara seinasta áratuginn sem hefur mjög farið fyrir brjóstið á Hannesi Hólmsteini G samanborið fjölmiðladeilu þeirra.  Vonandi uppfærir Stefán  tölfræði sína fyrir seinustu tvö árin.

Aftur á móti er það ansi sorglegt ef bæði fjármálaráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra ætla að sópa þessu máli undir mottuna.  Raðirnar við góðgerðastofnanirnar verða æ lengri og fátækt verður æ sýnilegri í okkar þjóðfélagi.  Það er ekki hlutverk vinstri stjórnarráðherra að berja steini í höfuð sér meðan þeir lífa í fílabeinsturni valdsins. Þá líður ekki á löngu þar til íhaldið leggur sína bláu hönd aftur yfir þjóðfélag okkar.

Það þarf að berjast gegn fátækt með öllum tiltækum ráðum. 

http://www.ruv.is/frett/segir-fataekt-minnsta-her-a-landi